Jör Studios

Jör Studios er allt í senn vefverslun, sýningarrými og hönnunarstudio fatahönnuðarins Guðmundar Jörundssonar. Hér í vefverslun verða seldar bæði sérvaldar vörur frá öðrum merkjum og hönnun Jör. Enginn fastur opnunartími er í Jör Studios en reglulega verða haldin opin hús fyrir þá sem vilja kynna sér starfsemina, skoða eða máta vörur okkar. Við mælum eindregið með skráningu á póstlista okkar fyrir þá sem vilja fylgjast með þróun og uppbyggingu okkar á komandi misserum.